Sambærileg rúðubrot í Lækjargötu og á Skólavörðustíg Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 11:35 Rúðubrotin í Korakmarket við Skólavörðustíg eru sambærileg við þau sem voru í Just Kebab við Lækjargötu í nótt. Svo virðist sem sami einstaklingur hafi gert víðreist í nótt sem og 29. apríl en þá voru rúður einnig brotnar á báðum stöðum. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til vegna brothljóða í nótt en þá höfðu allar rúður verið brotnar á staðnum Just Kebab við Lækjargötu. Rúðurnar eru þrjár stórar og svo voru rúður í dyrum einnig brotnar. Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27