„Eru að gefa fólki pening sem á þegar pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 14:30 Steve Redgrave með Ólympíugullverðlaunin sín fimm sem hann vann á leikunum 1984, 1988, 1992, 1996 og 2000. Getty/Shaun Botterill Steve Redgrave er fimmfaldur Ólympíumeistari en hann er ekki hrifinn af því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætli að verðlauna gullverðlaunahafa sína á Ólympíuleikunum í París með peningagjöf. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira