Útimarkaðurinn í Mosó hættir Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 14:20 Myndir frá útimarkaðnum. Nonni segir að þetta hafi verið hálfgert lúxusvandamál, en það var til dæmis orðið erfitt með bílastæði við markaðinn. En þrjátíu ár er góð törn. aðsend Ákveðið hefur verið að útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, verði hætt nú í sumar. Ljóst er að margir eiga eftir að sakna þess að geta ekki farið upp í Dal og keypt sér lífrænt ræktað grænmeti og ber, heimagerðar sultur og mauk, nýbakað brauð, silung frá Heiðabæ og rósir frá Dalsgarði. En þarna hefur verið opið á laugardögum í júlí, ágúst og fram í september frá kl. 10:00 – 15:00. „Nú er hún Snorrabúð stekkur,“ segir Árni Páll Árnason fyrrverandi þingmaður með tárin í augunum. „Þetta hefur verið frábær vin og uppspretta skemmtilegra samkoma í áratugi. Takk fyrir úthaldið og skemmtunina.“ Og Egill Helgason segir þetta þungbært: „Sjónarsviptir. Takk fyrir frábært starf Nonni og co.“ Hugmynd frá Frakklandi sem svínvirkaði Ástar og saknaðarkveðjunum rignir inn. Jón Jóhannsson, sem hefur verið potturinn og pannan í rekstrinum, segir það rétt. Markaðurinn hafi verið öðrum þræði samkvæmisstaður, þar sem fólk úr borginni kom, settist niður og fékk sér kaffi. „Hittist þarna frekar en í götunni heima hjá sér. Ég skil þetta mjög vel en einhvern tíma verður maður að setja stopp á sjálfan.“ Nonni segir þrjátíu ár sæmilega törn en það sé ljóst að fólk vilji koma úr bænum og gera sér glaðan dag.aðsend Jón, eða Nonni, segir að þau hafi verið þrjú sem byrjuðu með þetta fyrir einum þrjátíu árum. Hinir tveir voru í annarri vinnu og þetta dæmdist á hann, meira og minna. „Ég tók þessa hugmynd með frá Frakklandi, hvort svona gæti gengið,“ segir Nonni og það var ekki að sökum að spyrja; það var eftirspurn. „Og síðan eru þrjátíu ár liðin. Torgið farið að fúna og kominn tími til að endurbyggja það. Við ákváðum að þetta væri komið gott.“ Best að hætta á toppnum Í byrjun var ekki mikið til að selja en fólk hópaðist að. En áhuginn var ótvíræður. Fólk vildi fara úr bænum og gera sér glaðan dag. Og kaupa beint af býli. Troðið á markaðnum. Nú verður þetta fólk að leita eitthvað annað því búiið er að loka markaðinum vinsæla.aðsend „Það tekur tíma að skipuleggja hverja helgi fyrir sig, þannig að það séu til vörur fyrir fólkið. Maður var í samstarfi við marga þó það sé alltaf einn sem haldi utan um hlutinn. Ég reiknaði með að fleiri myndu koma að en menn entust ekki lengi,“ segir Nonni og er þá að tala um aðra markaði. Hann segir góða hluti gerast hægt. „Þetta hefur verið sæmileg törn. Svo erum við erum hér með tjaldsvæði og svo markaðinn líka. Þetta var orðin of mikil traffík.“ Nonni lýsir því að það hafi verið komið upp vandmál með bílastæði í afleggjaranum, fólk hefur verið að leggja meðfram götunni báðum megin og umferðateppur myndast. En nágrannar markaðsins eru Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og það þarf að vera gott aðgengi fyrir sjúkrabíla. „Það er sem sagt eitt og annað sem kannski má segja að séu lúxusvandamál. En er ekki best að enda á toppnum?“ spyr Nonni og jú, ætli það ekki. Verslun Mosfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Ljóst er að margir eiga eftir að sakna þess að geta ekki farið upp í Dal og keypt sér lífrænt ræktað grænmeti og ber, heimagerðar sultur og mauk, nýbakað brauð, silung frá Heiðabæ og rósir frá Dalsgarði. En þarna hefur verið opið á laugardögum í júlí, ágúst og fram í september frá kl. 10:00 – 15:00. „Nú er hún Snorrabúð stekkur,“ segir Árni Páll Árnason fyrrverandi þingmaður með tárin í augunum. „Þetta hefur verið frábær vin og uppspretta skemmtilegra samkoma í áratugi. Takk fyrir úthaldið og skemmtunina.“ Og Egill Helgason segir þetta þungbært: „Sjónarsviptir. Takk fyrir frábært starf Nonni og co.“ Hugmynd frá Frakklandi sem svínvirkaði Ástar og saknaðarkveðjunum rignir inn. Jón Jóhannsson, sem hefur verið potturinn og pannan í rekstrinum, segir það rétt. Markaðurinn hafi verið öðrum þræði samkvæmisstaður, þar sem fólk úr borginni kom, settist niður og fékk sér kaffi. „Hittist þarna frekar en í götunni heima hjá sér. Ég skil þetta mjög vel en einhvern tíma verður maður að setja stopp á sjálfan.“ Nonni segir þrjátíu ár sæmilega törn en það sé ljóst að fólk vilji koma úr bænum og gera sér glaðan dag.aðsend Jón, eða Nonni, segir að þau hafi verið þrjú sem byrjuðu með þetta fyrir einum þrjátíu árum. Hinir tveir voru í annarri vinnu og þetta dæmdist á hann, meira og minna. „Ég tók þessa hugmynd með frá Frakklandi, hvort svona gæti gengið,“ segir Nonni og það var ekki að sökum að spyrja; það var eftirspurn. „Og síðan eru þrjátíu ár liðin. Torgið farið að fúna og kominn tími til að endurbyggja það. Við ákváðum að þetta væri komið gott.“ Best að hætta á toppnum Í byrjun var ekki mikið til að selja en fólk hópaðist að. En áhuginn var ótvíræður. Fólk vildi fara úr bænum og gera sér glaðan dag. Og kaupa beint af býli. Troðið á markaðnum. Nú verður þetta fólk að leita eitthvað annað því búiið er að loka markaðinum vinsæla.aðsend „Það tekur tíma að skipuleggja hverja helgi fyrir sig, þannig að það séu til vörur fyrir fólkið. Maður var í samstarfi við marga þó það sé alltaf einn sem haldi utan um hlutinn. Ég reiknaði með að fleiri myndu koma að en menn entust ekki lengi,“ segir Nonni og er þá að tala um aðra markaði. Hann segir góða hluti gerast hægt. „Þetta hefur verið sæmileg törn. Svo erum við erum hér með tjaldsvæði og svo markaðinn líka. Þetta var orðin of mikil traffík.“ Nonni lýsir því að það hafi verið komið upp vandmál með bílastæði í afleggjaranum, fólk hefur verið að leggja meðfram götunni báðum megin og umferðateppur myndast. En nágrannar markaðsins eru Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og það þarf að vera gott aðgengi fyrir sjúkrabíla. „Það er sem sagt eitt og annað sem kannski má segja að séu lúxusvandamál. En er ekki best að enda á toppnum?“ spyr Nonni og jú, ætli það ekki.
Verslun Mosfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira