Áfram landris og óvissa um framhaldið Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2024 12:39 Hætta er talin á að hraun nái yfir varnargarða austan Grindavíkur ef kraftur gossins aukist á ný. Vísir/Vilhelm Enn mælist landris við Svartsengi og heldur þrýstingur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Hraunflæði úr gígnum sem gýs úr hefur farið minnkandi síðustu daga, en skjálftavirkni á svæðinu aukist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem farið er yfir stöðuna í gosinu á Reykjanesskaga. Þar segir að mælingar og líkanútreikningar bendi til að talsverð óvissa sé um framhaldið. Áfram séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist. Ennfremur segir að hætta sé á að hraun nái yfir varnargarða austan Grindavíkur ef kraftur gossins aukist á ný. Hættumat á svæðinu er óbreytt. „Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að vísbendingar væru um að hægt hefði á því dagana á undan. Mælingar síðan þá sýna að hraðinn hefur haldist jafn ef horft er til síðustu vikna. Þrýstingur heldur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu og líkur er á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Grafið sýnir lóðrétta færsla á GPS stöðinni SKSH í Svartsengi. Mælingarnar sýna að hraði landriss hefur haldist nokkuð stöðugur allt frá því í byrjun apríl. Bláa línan táknar tímasetningu kvikuinnskotsins sem leiddi ekki til goss, en sú rauða táknar upphaf eldgossins sem nú er í gangi.Veðurstofan Skjálftavirkni hefur aukist á Sundhnúksgígaröðinni síðustu daga. Um er að ræða smáskjálfta sem eru líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Hraunflæði úr gígnum er umtalsvert minna en það var fyrir þremur vikum. Hraunflæðið eins og það er í dag er metið verulega lítið en þó þarf að reikna með því að gosið haldi áfram í einhvern tíma þrátt fyrir þetta litla hraunflæði,“ segir í tilkynningunni. Hraun hleðst upp Hraun úr gígnum hefur undanfarnar vikur hlaðist upp við varnargarða austan Grindavíkur og ef kraftur gossins eykst eða nýjar sprungur opnast suður af núverandi gosopi, þurfi að gera ráð fyrir framrás hraunjaðarsins við varnargarða austan Grindavíkur. „Á laugardaginn, 27. apríl, fór lítil hrauntunga yfir varnargarð austan Grindavíkur. Hætta er á að slíkum tilfellum fjölgi, ef kraftur gossins eykst á ný. Þessar tvær sviðsmyndir eru áfram líklegastar hvað varðar framhaldið á virkninni á Sundhnúksgígaröðinni: Nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða núverandi gosop stækkar vegna skyndilegrar aukningar í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Einnig er mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í virka gíginn á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og uppá yfirborð. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður afar skyndileg og áköf smáskjálftahrina í og við kvikuganginn og landsig í Svartsengi,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem farið er yfir stöðuna í gosinu á Reykjanesskaga. Þar segir að mælingar og líkanútreikningar bendi til að talsverð óvissa sé um framhaldið. Áfram séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist. Ennfremur segir að hætta sé á að hraun nái yfir varnargarða austan Grindavíkur ef kraftur gossins aukist á ný. Hættumat á svæðinu er óbreytt. „Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að vísbendingar væru um að hægt hefði á því dagana á undan. Mælingar síðan þá sýna að hraðinn hefur haldist jafn ef horft er til síðustu vikna. Þrýstingur heldur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu og líkur er á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Grafið sýnir lóðrétta færsla á GPS stöðinni SKSH í Svartsengi. Mælingarnar sýna að hraði landriss hefur haldist nokkuð stöðugur allt frá því í byrjun apríl. Bláa línan táknar tímasetningu kvikuinnskotsins sem leiddi ekki til goss, en sú rauða táknar upphaf eldgossins sem nú er í gangi.Veðurstofan Skjálftavirkni hefur aukist á Sundhnúksgígaröðinni síðustu daga. Um er að ræða smáskjálfta sem eru líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Hraunflæði úr gígnum er umtalsvert minna en það var fyrir þremur vikum. Hraunflæðið eins og það er í dag er metið verulega lítið en þó þarf að reikna með því að gosið haldi áfram í einhvern tíma þrátt fyrir þetta litla hraunflæði,“ segir í tilkynningunni. Hraun hleðst upp Hraun úr gígnum hefur undanfarnar vikur hlaðist upp við varnargarða austan Grindavíkur og ef kraftur gossins eykst eða nýjar sprungur opnast suður af núverandi gosopi, þurfi að gera ráð fyrir framrás hraunjaðarsins við varnargarða austan Grindavíkur. „Á laugardaginn, 27. apríl, fór lítil hrauntunga yfir varnargarð austan Grindavíkur. Hætta er á að slíkum tilfellum fjölgi, ef kraftur gossins eykst á ný. Þessar tvær sviðsmyndir eru áfram líklegastar hvað varðar framhaldið á virkninni á Sundhnúksgígaröðinni: Nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða núverandi gosop stækkar vegna skyndilegrar aukningar í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Einnig er mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í virka gíginn á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og uppá yfirborð. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður afar skyndileg og áköf smáskjálftahrina í og við kvikuganginn og landsig í Svartsengi,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira