Við styðjum Guðmund Karl! Katrín Valdís Hjartardóttir, Andrea Bóel Bæringsdóttir og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir skrifa 2. maí 2024 11:02 Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára. Við höfum orðið vitni að ótrúlegri uppbyggingu í Lindakirkju undir hans stjórn á þeim árum sem hann hefur starfað þar og vitum að hann getur gert frábæra hluti fyrir þjóðkirkjuna alla. Það er dýrmætt að tilheyra og hefur Gummi Kalli einstakt lag á því að láta öll finnast þau velkomin óháð stétt og stöðu. Hann lyftir hæfileikum hvers og eins og leiðir okkur áfram, enda laðast fólk að starfinu í Lindakirkju og ílengist hér. Starfið í Lindakirkju, sem er ein fjölmennasta sókn landsins, hefur vaxið innan frá og er ótrúlega fjölbreytt, gríðarlega vel sótt allt frá börnum upp í eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu og Lindakirkja er full af lífi dag eftir dag. Gummi Kalli nær líka á svo fallegan hátt að sameina hefðirnar sem óneitanlega fylgja kirkjunni við nýja og ferska hluti, sem sést ekki síst í því öfluga kórstarfi sem er í Lindakirkju, en á hverjum tíma eru yfir 50 manns í Kór Lindakirkju og annað eins í barna- og unglinga kórunum. Gummi Kalli er næmur, óhræddur og framsýnn leiðtogi og hefur hann verið opinn fyrir því að prófa ólíka hluti í tónlistarstarfi kirkjunnar, sem hefur leitt af sér glæsileg verkefni innan kirkjunnar og utan. Það er okkar trú að Gummi Kalli sé núna sá leiðtogi sem þjóðkirkjan þarf á að halda, til að auka á einingu hennar, og vaxa og dafna innan frá. Það er von okkar sem störfum með honum og vitum hvaða mann hann hefur að geyma að þið góða fólk sem hafið kosningarétt í biskupskjörinu kjósið vin okkar og samstarfsmann Sr. Guðmund Karl Brynjarsson sem næsta biskup! Fyrir hönd Kórs Lindakirkju, Katrín Valdís HjartardóttirAndrea Bóel BæringsdóttirGuðbjörg Harpa Ingimundardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára. Við höfum orðið vitni að ótrúlegri uppbyggingu í Lindakirkju undir hans stjórn á þeim árum sem hann hefur starfað þar og vitum að hann getur gert frábæra hluti fyrir þjóðkirkjuna alla. Það er dýrmætt að tilheyra og hefur Gummi Kalli einstakt lag á því að láta öll finnast þau velkomin óháð stétt og stöðu. Hann lyftir hæfileikum hvers og eins og leiðir okkur áfram, enda laðast fólk að starfinu í Lindakirkju og ílengist hér. Starfið í Lindakirkju, sem er ein fjölmennasta sókn landsins, hefur vaxið innan frá og er ótrúlega fjölbreytt, gríðarlega vel sótt allt frá börnum upp í eldri borgara og allt þar á milli. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að starfinu og Lindakirkja er full af lífi dag eftir dag. Gummi Kalli nær líka á svo fallegan hátt að sameina hefðirnar sem óneitanlega fylgja kirkjunni við nýja og ferska hluti, sem sést ekki síst í því öfluga kórstarfi sem er í Lindakirkju, en á hverjum tíma eru yfir 50 manns í Kór Lindakirkju og annað eins í barna- og unglinga kórunum. Gummi Kalli er næmur, óhræddur og framsýnn leiðtogi og hefur hann verið opinn fyrir því að prófa ólíka hluti í tónlistarstarfi kirkjunnar, sem hefur leitt af sér glæsileg verkefni innan kirkjunnar og utan. Það er okkar trú að Gummi Kalli sé núna sá leiðtogi sem þjóðkirkjan þarf á að halda, til að auka á einingu hennar, og vaxa og dafna innan frá. Það er von okkar sem störfum með honum og vitum hvaða mann hann hefur að geyma að þið góða fólk sem hafið kosningarétt í biskupskjörinu kjósið vin okkar og samstarfsmann Sr. Guðmund Karl Brynjarsson sem næsta biskup! Fyrir hönd Kórs Lindakirkju, Katrín Valdís HjartardóttirAndrea Bóel BæringsdóttirGuðbjörg Harpa Ingimundardóttir
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun