Stutt í næsta gos komi til gosloka Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. maí 2024 22:01 Magnús Tumi Erlendsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira