Öll með? – 4.020 kr. hækkun fyrir skatt eftir 16 mánuði! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. maí 2024 21:01 Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun