Baráttan heldur áfram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2024 07:01 1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun