Segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 12:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46