Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 12:01 Viktor Bjarki Daðason fagnar hér markinu sínu á móti Valsmönnum í gær. vísir/Anton Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007 Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira