„Það er mikill efniviður í Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 21:05 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. „Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
„Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn