Spurðu fólkið Halla Tómasdóttir skrifar 28. apríl 2024 16:00 Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun