Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 21:33 Frá meðferð málsins í héraði. vísir „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“ Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01