Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 17:35 Sverrir Einar hefur rekið skemmtistaðinn B5 síðastliðið tæpt árið, eftir hann tók við rekstrinum af áhrifavaldinum Birgittu Líf. vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Þetta segir Sverrir Einar í tilkynningu sem hann sendi Vísi nú síðdegis. Það gerir hann í kjölfar þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði skemmtistaðina B5 og Exit í miðbæ Reykjavíkur. Þá var húsnæði Nýju vínbúðarinnar einnig innsiglað. Þetta staðfesti Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Kæmu aðgerðirnar til að beiðni Skattsins í tengslum við mál eigandans, Sverris Einars. Að neðan má sjá myndband af því þegar Sverrir Einar var handtekinn í dag. „Rekstur B5 í Bankastræti hefur verið þungur eftir að til lokunar kom í kjölfar yfirgangs og afskipta lögreglu sem kvartað hefur verið yfir til lögreglu,“ segir Sverrir Einar og bætir við: „Beiðni skattayfirvalda um lokun á staðnum er því lögmæt og ekki gerður ágreiningur um hana. Staðurinn hefur enda verið lokaður um nokkurn tíma. Unnið er að því að greiða úr þeim málum og stefnt að opnun aftur í maí.“ Í október á síðasta ári afturkallaði sýslumaður starfsleyfi B5, sem þá hét B í kjölfar deilna um notkun vörumerkisins B5. Áður hafði lögregla haft afskipti af Sverri og rekstri staðarins í september, þegar Sverrir var leiddur í járnum. Fram kom að sýslumanni hafi meðal annars borist ítrekaðar tilkynningar frá lögreglu um gesti undir lögaldri. Sverrir Einar segir annað gilda um rekstur Exit og Nýju vínbúðarinnar. „Rekstur skemmtistaðarins Exit og Nýju Vínbúðarinnar er hins vegar rekstrarfélagi B5 óviðkomandi virðist einhvers misskilnings gæta um heimild til að fara fram á lokun á þeim rekstri. Úr þeim málum verður leyst í snarhasti, enda hafa skattayfirvöld ekkert upp á þann rekstur að klaga.“ Næturlíf Lögreglumál Skattar og tollar Tengdar fréttir Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. 18. janúar 2024 13:29 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þetta segir Sverrir Einar í tilkynningu sem hann sendi Vísi nú síðdegis. Það gerir hann í kjölfar þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði skemmtistaðina B5 og Exit í miðbæ Reykjavíkur. Þá var húsnæði Nýju vínbúðarinnar einnig innsiglað. Þetta staðfesti Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Kæmu aðgerðirnar til að beiðni Skattsins í tengslum við mál eigandans, Sverris Einars. Að neðan má sjá myndband af því þegar Sverrir Einar var handtekinn í dag. „Rekstur B5 í Bankastræti hefur verið þungur eftir að til lokunar kom í kjölfar yfirgangs og afskipta lögreglu sem kvartað hefur verið yfir til lögreglu,“ segir Sverrir Einar og bætir við: „Beiðni skattayfirvalda um lokun á staðnum er því lögmæt og ekki gerður ágreiningur um hana. Staðurinn hefur enda verið lokaður um nokkurn tíma. Unnið er að því að greiða úr þeim málum og stefnt að opnun aftur í maí.“ Í október á síðasta ári afturkallaði sýslumaður starfsleyfi B5, sem þá hét B í kjölfar deilna um notkun vörumerkisins B5. Áður hafði lögregla haft afskipti af Sverri og rekstri staðarins í september, þegar Sverrir var leiddur í járnum. Fram kom að sýslumanni hafi meðal annars borist ítrekaðar tilkynningar frá lögreglu um gesti undir lögaldri. Sverrir Einar segir annað gilda um rekstur Exit og Nýju vínbúðarinnar. „Rekstur skemmtistaðarins Exit og Nýju Vínbúðarinnar er hins vegar rekstrarfélagi B5 óviðkomandi virðist einhvers misskilnings gæta um heimild til að fara fram á lokun á þeim rekstri. Úr þeim málum verður leyst í snarhasti, enda hafa skattayfirvöld ekkert upp á þann rekstur að klaga.“
Næturlíf Lögreglumál Skattar og tollar Tengdar fréttir Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. 18. janúar 2024 13:29 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24
Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. 18. janúar 2024 13:29