„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán ásamt börnum sínum og kosningastjóra. Hún er klár í slaginn og hálfpartinn skammaði þrautreyndan fréttamann fréttastofunnar fyrir að gefa í skyn að hún gæti ekki sem forseti ráðið fram úr stjórnarkreppu ef svo ber undir. Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. „Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira