Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. apríl 2024 13:21 Viðgerðir á styttunni hófust í hádeginu. Vísir/BEB Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira