Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 11:51 Viktor bað útsendara fréttastofa landsins að stíga út fyrir þegar hann settist til fundar með landskjörstjórn. Vísir/RAX Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira