Biskup í tengslum Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 24. apríl 2024 12:00 Eitt af því besta við að vera í biskupskjöri er að kynnast kirkjufólki vítt og breitt um landið. Nú höfum við frambjóðendur farið á fjölmarga staði á landinu og tekið þátt í kynningarfundum auk þess sem ég hef hitt sóknarnefndarfólk á fjölmörgum stöðum. Með mér í för var eiginmaðurinn minn, Einar og var þetta alveg ný og einstök reynsla fyrir okkur hjónin sem gaf okkur mikið. Ég vissi vel að um allt land væri að finna kirkjufólk sem þætti vænt um kirkjuna sína og væri tilbúið að leggja hjarta og sál í kirkjustarfið. Ég verð þó að viðurkenna að áhugi fólks um land allt á kirkjunni sinni er meiri en mig hafði órað fyrir. Alls staðar hef ég hitt fólk sem hefur skoðanir á öllu mögulegu er tengist kirkjunni þó að það fari svolítið eftir landshlutum og menningu á hverju svæði hversu opið og ákveðið fólk tjáir sig. Staða kirkjunnar og menning er vissulega ólík eftir svæðum og spurningarnar og umræðuefni einnig en þrennt er það sem virðist brenna á kirkjufólki almennt: Í fyrsta lagi er það þung fjárhagsstaða safnaðanna. Í öðru lagi eru það áhyggjur af erfiðum innri málum kirkjunnar sem fjölmiðlar hafa fjallað um á umliðnum árum. Í þriðja lagi er það áhugi kirkjufólks á að auka samskipti og tengsl við biskup og biskupsstofu. Fjárhagur safnaða Fjárhagur safnaða er í járnum hjá stórum hluta safnaða landsins. Ein af ástæðum þess er að ríkið hefur ekki staðið skil á sóknargjöldunum að fullu frá því í kringum hrun. Kirkjan verður því að sækja það fast að ríkið skili sóknargjöldunum til safnaðanna og festi þau í sessi svo að við getum farið að þjóna Guði og fólki á landinu öllu eins og við erum kölluð til. Þetta er fyrst og fremst hlutverk kirkjuþings. Það er þó ákaflega mikilvægt að biskup setji þetta mál í forgang og leggi því lið. Þá er hægt að fara fleiri leiðir til þess að hjálpa litlum sóknum sérstaklega og þar má m.a. nefna þann möguleika að skrá söfnuðinn á almannaheillaskrá og gefa þannig fólki kost á að styrkja kirkjuna sína og fá það að hluta til baka sem lækkun á skattstofni. Sjálfsagt er að skoða hvort fólk geti valið að skrá sig sérstaklega í allra minnstu sóknirnar og þannig látið sóknargjöldin sín renna þangað, óháð búsetu. Það er ekki síður mikilvægt að reyna að fjölga meðlimum í Þjóðkirkjunni með sérstöku Þjóðkirkjuátaki sem mig langar að stofna til. Einn liður í því er að reyna að koma því í kring að skírnin verði sjálfkrafa skráning í þjóðkirkjuna. Mikilvægast af öllu er þó að kirkjan haldi áfram að gera sig gildandi sem öflug fjöldahreyfing sem býr yfir ótrúlega fjölbreyttum og hæfileikaríkum mannauði sem ber það erindi sem skiptir öllu lífsins máli, það er fagnaðarerindið sjálft. Erfið mál Ég tel að flest kirkjufólk deili því að finnast erfitt að sjá erfið mál er tengjast Þjóðkirkjunni ítrekað birtast í fjölmiðlum eins og gerst hefur undanfarin ár. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður sem þó eiga sér ákveðna samnefnara. Kirkjan hefur ekki verið undanskilin því að þurfa að takast á við sársaukafull mál er tengjast kynferðislegri áreitni og ofbeldi innan kirkjunnar. Kirkjan var of lengi að taka þá ákvörðun að standa með fjölbreytileikanum og samþykkja hinseginleikann að fullu og öllu og það skaðaði orðspor hennar og trúverðugleika. Kirkjan er nú komin vel á veg með verkferla þegar kemur að því að taka á erfiðum málum og af þeirri braut má ekki hvika. Kirkjan þarf að leggja sig alla fram um að skapa áfram öruggan vettvang fyrir allar manneskjur og vera góður og eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólki líður vel og er metið að verðleikum. Kirkjan mun þurfa að takast á við sársaukafull mál í framtíðinni jafnt sem hingað til og eigi henni að auðnast það vandasama verkefni að gera það vel þarf kirkjan að vera kjarkmikil og auðmjúk í senn og skorast aldrei undan því að standa með jaðarhópum og þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Tengsl Kristin trú byggir á tengslamyndun sem er manneskjunni eðlislæg og nauðsynleg. Að vera í góðum, nærandi og uppbyggilegum tengslum við samferðafólk, Guð og alla sköpun liggur í öllu því sem Jesús kenndi bæði með lífi sínu og upprisu. Það vakti því sérstaka athygli mína, á ferðum mínum um landið, að merkja mikinn áhuga sóknarnefndarfólks á því að vera í auknum tengslum við biskup, að eiga greiðan aðgang að stuðningi og samtali við biskup og starfsfólk biskupsstofu. Verði ég kjörin biskup Íslands langar mig að koma því í kring að skrifstofa biskups verði færanleg að nokkru leyti, þ.e.a.s. að biskup verði með skrifstofu í öllum landshlutum eina viku á ári þrátt fyrir að höfuðskrifstofan sé í Reykjavík. Með þessum hætti er hægt að stytta boðleiðirnar og auka og efla tengsl á milli kirkjufólks og biskups Íslands. Það er mikilvægt að hlusta og leggja sig fram um að skilja aðstæður hvers annars. Góð tengsl við Guð og samferðafólk sem hlúð er að, skila sér í auknu trausti, gagnkvæmum skilningi og nærandi samskiptum. Ég hef eignast dýrmætan fjársjóð á þessum ferðalögum okkar hjóna um landið og þátttöku á kynningarfundunum. Fyrir það er ég ákaflega þakklát. Verði ég kjörin biskup Íslands er þetta ferðalag þó rétt að hefjast og þá mun ég leggja mig fram um að efla tengsl og kynnast kirkjufólki betur. Höfundur er í biskupskjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því besta við að vera í biskupskjöri er að kynnast kirkjufólki vítt og breitt um landið. Nú höfum við frambjóðendur farið á fjölmarga staði á landinu og tekið þátt í kynningarfundum auk þess sem ég hef hitt sóknarnefndarfólk á fjölmörgum stöðum. Með mér í för var eiginmaðurinn minn, Einar og var þetta alveg ný og einstök reynsla fyrir okkur hjónin sem gaf okkur mikið. Ég vissi vel að um allt land væri að finna kirkjufólk sem þætti vænt um kirkjuna sína og væri tilbúið að leggja hjarta og sál í kirkjustarfið. Ég verð þó að viðurkenna að áhugi fólks um land allt á kirkjunni sinni er meiri en mig hafði órað fyrir. Alls staðar hef ég hitt fólk sem hefur skoðanir á öllu mögulegu er tengist kirkjunni þó að það fari svolítið eftir landshlutum og menningu á hverju svæði hversu opið og ákveðið fólk tjáir sig. Staða kirkjunnar og menning er vissulega ólík eftir svæðum og spurningarnar og umræðuefni einnig en þrennt er það sem virðist brenna á kirkjufólki almennt: Í fyrsta lagi er það þung fjárhagsstaða safnaðanna. Í öðru lagi eru það áhyggjur af erfiðum innri málum kirkjunnar sem fjölmiðlar hafa fjallað um á umliðnum árum. Í þriðja lagi er það áhugi kirkjufólks á að auka samskipti og tengsl við biskup og biskupsstofu. Fjárhagur safnaða Fjárhagur safnaða er í járnum hjá stórum hluta safnaða landsins. Ein af ástæðum þess er að ríkið hefur ekki staðið skil á sóknargjöldunum að fullu frá því í kringum hrun. Kirkjan verður því að sækja það fast að ríkið skili sóknargjöldunum til safnaðanna og festi þau í sessi svo að við getum farið að þjóna Guði og fólki á landinu öllu eins og við erum kölluð til. Þetta er fyrst og fremst hlutverk kirkjuþings. Það er þó ákaflega mikilvægt að biskup setji þetta mál í forgang og leggi því lið. Þá er hægt að fara fleiri leiðir til þess að hjálpa litlum sóknum sérstaklega og þar má m.a. nefna þann möguleika að skrá söfnuðinn á almannaheillaskrá og gefa þannig fólki kost á að styrkja kirkjuna sína og fá það að hluta til baka sem lækkun á skattstofni. Sjálfsagt er að skoða hvort fólk geti valið að skrá sig sérstaklega í allra minnstu sóknirnar og þannig látið sóknargjöldin sín renna þangað, óháð búsetu. Það er ekki síður mikilvægt að reyna að fjölga meðlimum í Þjóðkirkjunni með sérstöku Þjóðkirkjuátaki sem mig langar að stofna til. Einn liður í því er að reyna að koma því í kring að skírnin verði sjálfkrafa skráning í þjóðkirkjuna. Mikilvægast af öllu er þó að kirkjan haldi áfram að gera sig gildandi sem öflug fjöldahreyfing sem býr yfir ótrúlega fjölbreyttum og hæfileikaríkum mannauði sem ber það erindi sem skiptir öllu lífsins máli, það er fagnaðarerindið sjálft. Erfið mál Ég tel að flest kirkjufólk deili því að finnast erfitt að sjá erfið mál er tengjast Þjóðkirkjunni ítrekað birtast í fjölmiðlum eins og gerst hefur undanfarin ár. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður sem þó eiga sér ákveðna samnefnara. Kirkjan hefur ekki verið undanskilin því að þurfa að takast á við sársaukafull mál er tengjast kynferðislegri áreitni og ofbeldi innan kirkjunnar. Kirkjan var of lengi að taka þá ákvörðun að standa með fjölbreytileikanum og samþykkja hinseginleikann að fullu og öllu og það skaðaði orðspor hennar og trúverðugleika. Kirkjan er nú komin vel á veg með verkferla þegar kemur að því að taka á erfiðum málum og af þeirri braut má ekki hvika. Kirkjan þarf að leggja sig alla fram um að skapa áfram öruggan vettvang fyrir allar manneskjur og vera góður og eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólki líður vel og er metið að verðleikum. Kirkjan mun þurfa að takast á við sársaukafull mál í framtíðinni jafnt sem hingað til og eigi henni að auðnast það vandasama verkefni að gera það vel þarf kirkjan að vera kjarkmikil og auðmjúk í senn og skorast aldrei undan því að standa með jaðarhópum og þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Tengsl Kristin trú byggir á tengslamyndun sem er manneskjunni eðlislæg og nauðsynleg. Að vera í góðum, nærandi og uppbyggilegum tengslum við samferðafólk, Guð og alla sköpun liggur í öllu því sem Jesús kenndi bæði með lífi sínu og upprisu. Það vakti því sérstaka athygli mína, á ferðum mínum um landið, að merkja mikinn áhuga sóknarnefndarfólks á því að vera í auknum tengslum við biskup, að eiga greiðan aðgang að stuðningi og samtali við biskup og starfsfólk biskupsstofu. Verði ég kjörin biskup Íslands langar mig að koma því í kring að skrifstofa biskups verði færanleg að nokkru leyti, þ.e.a.s. að biskup verði með skrifstofu í öllum landshlutum eina viku á ári þrátt fyrir að höfuðskrifstofan sé í Reykjavík. Með þessum hætti er hægt að stytta boðleiðirnar og auka og efla tengsl á milli kirkjufólks og biskups Íslands. Það er mikilvægt að hlusta og leggja sig fram um að skilja aðstæður hvers annars. Góð tengsl við Guð og samferðafólk sem hlúð er að, skila sér í auknu trausti, gagnkvæmum skilningi og nærandi samskiptum. Ég hef eignast dýrmætan fjársjóð á þessum ferðalögum okkar hjóna um landið og þátttöku á kynningarfundunum. Fyrir það er ég ákaflega þakklát. Verði ég kjörin biskup Íslands er þetta ferðalag þó rétt að hefjast og þá mun ég leggja mig fram um að efla tengsl og kynnast kirkjufólki betur. Höfundur er í biskupskjöri.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar