Dýravelferðarmartröð af áður óþekktri stærð Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:30 Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun