Eitruð blanda þegar spilling og skipulagsmál fara saman Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 08:44 Ásdís Hlökk segir nauðsynlegt að kafa dýpra ofan í niðurstöður hennar um spillingu í skipulagsmálum. Vísir/Vilhelm Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar. „Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin. Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
„Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira