Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 16:47 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á í vök að verjast á þinginu en gríðarleg andstaða er við frumvarp sem hún mælti fyrir í dag og er því fundið flest til foráttu. vísir/vilhelm Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39