Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 15:27 Trump á leið í dómsal á Manhattan í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna