Það verður ekki bæði sleppt og haldið Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:30 Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar