Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Bergur Sigfússon skrifar 22. apríl 2024 10:01 Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun