Ríki heims verja metupphæðum til hermála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 07:14 Útgjöld Ísraelsmanna jukust um 24 prósent, aðallega vegna stríðsins við Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira
Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira