„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 17:45 Andri Rúnar Bjarnason sneri aftur heim til Vestra frá Val. skjáskot / vestri Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. „Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.” Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
„Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.”
Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58