Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ tillaga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2024 18:10 Gert er ráð fyrir skólaplássi fyrir 720 nemendur. ONNO ehf. Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf. Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf.
Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira