Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 17. apríl 2024 08:31 Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun