Hverjum er treystandi? Tjáningarfrelsið og upplýst umræða Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54 Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur.
Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54
Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun