Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2024 23:00 Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair Group. Arnar Halldórsson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00