Sauðburður hafinn á Stokkseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2024 20:16 Jón Sindri í Vestri Grund við Stokkseyri með fallegt lamb en nokkur lömb hafa komið í heiminn á bænum undanfarið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb. Hér erum við að tala um sauðfjárbúið hjá þeim Jóni Sindra og Andreu í Vestri Grund 1 við Stokkseyri í Sveitarfélaginu Árborg. Þau eiga von á um 450 lömbum í vor en fyrstu lömbin eru þó komin í heiminn. „Já, það er eitthvað smá af lausaleiks króum, eitthvað smá fyrirmáls en sauðburður á annars ekki að byrja fyrr en eftir tvær vikur. Þetta er besti tími ársins, það er bara þannig,” segir Jón Sindri. Jón Sindri segist binda miklar vonir við ARR í tengslum við sæðingar en búið hjá þeim Andreu er í fyrsta skipti núna að taka þátt í sæðingum. Með ARR á Jón Sindri við verndandi gen gegn riðuveiki. En það er alltaf gaman að sjá hvað nýfædd lömb eru fljót að komast á spena hjá mæðrum sínum á meðan stærri lömbin líta á það sem sjálfsagðan hlut mörgum sinnum á dag. Jón Sindri og Andrea eiga von á því að ærnar þeirra beri um 450 lömbum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera sauðfjárbóndi í dag, er það skemmtilegt? „Já, já, við verðum að segja að það sé bjart fram undan og að það sé allt upp á við. Afurðaverð fer allavega hækkandi og svo þetta ARR dæmi, þetta sé bara í góðum málum núna,” segir Jón Sindri. Jón Sindri segir að sauðburður á vorin sé skemmtilegasti tíminn í sveitinni þó dagarnir geti orðið mjög langir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hér erum við að tala um sauðfjárbúið hjá þeim Jóni Sindra og Andreu í Vestri Grund 1 við Stokkseyri í Sveitarfélaginu Árborg. Þau eiga von á um 450 lömbum í vor en fyrstu lömbin eru þó komin í heiminn. „Já, það er eitthvað smá af lausaleiks króum, eitthvað smá fyrirmáls en sauðburður á annars ekki að byrja fyrr en eftir tvær vikur. Þetta er besti tími ársins, það er bara þannig,” segir Jón Sindri. Jón Sindri segist binda miklar vonir við ARR í tengslum við sæðingar en búið hjá þeim Andreu er í fyrsta skipti núna að taka þátt í sæðingum. Með ARR á Jón Sindri við verndandi gen gegn riðuveiki. En það er alltaf gaman að sjá hvað nýfædd lömb eru fljót að komast á spena hjá mæðrum sínum á meðan stærri lömbin líta á það sem sjálfsagðan hlut mörgum sinnum á dag. Jón Sindri og Andrea eiga von á því að ærnar þeirra beri um 450 lömbum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera sauðfjárbóndi í dag, er það skemmtilegt? „Já, já, við verðum að segja að það sé bjart fram undan og að það sé allt upp á við. Afurðaverð fer allavega hækkandi og svo þetta ARR dæmi, þetta sé bara í góðum málum núna,” segir Jón Sindri. Jón Sindri segir að sauðburður á vorin sé skemmtilegasti tíminn í sveitinni þó dagarnir geti orðið mjög langir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira