Vésteinn harmar aðferðir við nýja heimsmetið: „Skjóta sig í fótinn“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 14:30 Mykolas Alekna er nýr heimsmethafi en Vésteinn Hafsteinsson vill að heimsmet falli á stórmótum frekar en úti á engi. Samsett/Getty/Arnar Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, er ekki hrifinn af því með hvaða hætti Litháinn Mykolas Alekna bætti heimsmetið í kringlukasti um helgina – metið sem hafði staðið lengst í frjálsum íþróttum karla. Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað. Frjálsar íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Sjá meira
Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Sjá meira