Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 21:52 John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, ræði við fréttamenn í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Ógnin af íranskra árás er raunveruleg og trúverðug að mati bandarískra stjórnvalda. John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagðist þó ekki geta sagt til um hversu umfangsmikil eða hvers eðlis slík árás gæti verið, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Fylgst væri grannt með þróun mála. „Við erum í stanslausum samskiptum við félaga okkar í Ísrael um að tryggja að þeir geti varið sig gegn þannig árásum,“ sagði Kirby. Íranskir og ísraelskir ráðamenn hafa skipst á hótunum eftir loftárásina í Damaskus í Sýrlandi sem varð sex liðsmönnum íranska byltingarvarðarins að bana, þar á meðal einum herforingja 1. apríl. Stjórnvöld í Teheran kenna Ísraelum um loftárásina en þeir hafa ekki gengist við henni. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði í vikunni að Ísraelum yrði refsað fyrir árásina. Utanríkisráðherra Ísraels sagði að Ísraelar myndu svara fyrir sig réðust Íranar á landið. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fundaði með stríðsráði sínu í dag. Stjórn hans hefur þó ekki gefið út sérstök fyrirmæli til almennings umfram þau sem hafa verið í gildi um að fólk byrgi sig upp af vatni, mat og nauðsynlegum lyfjum til þriggja daga. Nokkur hópur ríkja, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa varað borgara sína við því að ferðast til Ísraels vegna spennunnar. Bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Ísrael mega ekki fara út fyrir borgirnar Tel AViv, Jerúsalem og Beersheba. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður heitið Ísrael óbilandi stuðningi ef Íran ræðst á landið.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. 10. apríl 2024 10:10
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01