Hjól rúllaði undan strætó í Hlíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 20:00 Strætisvagninn staðnæmdist fyrir utan Hlíðaskóla eftir að hjól rúllaði undan honum. Vísir Engan sakaði þegar hjól rúllaði undan strætisvagni á ferð í Hamrahlíð í Reykjavík í kvöld. Hjólið rúllaði niður götuna og staðnæmdist á hringtorgi í Lönguhlíð. Farþegi segir bílstjóra, farþegum og öðrum vegfarendum hafa verið stefnt í hættu. Leið 13 var á leið vestur Hamrahlíð þegar hjól bílstjóramegin losnaði og rúllaði undan vagninum um klukkan sjö í kvöld, að sögn Ingunnar Jónsdóttur, eins farþeganna sem var um borð. Vagninn stöðvaðist fyrir utan Hlíðaskóla en hjólið rúllaði niður á hringtorgið sem er á gatnamótum Hamrahlíðar, Lönguhlíðar og Eskihlíðar. Ingunn segir að vagninn hafi ekki verið á mikilli ferð þegar hjólið losnaði enda sé hámarkshraði í Hamrahlíð þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Hjólið segir hún ekki hafa rekist á neitt áður en það rúllaði á endanum á hliðina. Hjólið á hringtorginu við vesturenda Hamrahlíðar.Ingunn Jónsdóttir Allir farþegar þurftu að yfirgefa vagninn eftir óhappið og segir Ingunn að bílstjórinn hafi brugðist vel við þó að hann hafi verið í nokkru uppnámi yfir því sem gerðist. Hann hafi sagst upplifa fálæti frá Strætó sem hann hafi látið vita að eitthvað bjátaði á áður en dekkið sagði skilið við vagninn. Ingunn segir greinilega einhverju ábótavant í viðhaldi hjá Strætó þrátt fyrir að farþegagjöld hafi nýlega verið hækkuð. Bílstjóra, farþegum og öðrum í umferðinni hafi verið stefnt í mikla hættu. „Það er leitt að sjá hvernig Strætó er haldið niðri af stjórnmálamönnum og stjórn Strætó. Við eigum skilið að betur sé staðið að almenningssamgöngum,“ segir hún. Strætó Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Leið 13 var á leið vestur Hamrahlíð þegar hjól bílstjóramegin losnaði og rúllaði undan vagninum um klukkan sjö í kvöld, að sögn Ingunnar Jónsdóttur, eins farþeganna sem var um borð. Vagninn stöðvaðist fyrir utan Hlíðaskóla en hjólið rúllaði niður á hringtorgið sem er á gatnamótum Hamrahlíðar, Lönguhlíðar og Eskihlíðar. Ingunn segir að vagninn hafi ekki verið á mikilli ferð þegar hjólið losnaði enda sé hámarkshraði í Hamrahlíð þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Hjólið segir hún ekki hafa rekist á neitt áður en það rúllaði á endanum á hliðina. Hjólið á hringtorginu við vesturenda Hamrahlíðar.Ingunn Jónsdóttir Allir farþegar þurftu að yfirgefa vagninn eftir óhappið og segir Ingunn að bílstjórinn hafi brugðist vel við þó að hann hafi verið í nokkru uppnámi yfir því sem gerðist. Hann hafi sagst upplifa fálæti frá Strætó sem hann hafi látið vita að eitthvað bjátaði á áður en dekkið sagði skilið við vagninn. Ingunn segir greinilega einhverju ábótavant í viðhaldi hjá Strætó þrátt fyrir að farþegagjöld hafi nýlega verið hækkuð. Bílstjóra, farþegum og öðrum í umferðinni hafi verið stefnt í mikla hættu. „Það er leitt að sjá hvernig Strætó er haldið niðri af stjórnmálamönnum og stjórn Strætó. Við eigum skilið að betur sé staðið að almenningssamgöngum,“ segir hún.
Strætó Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira