Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 15:21 Herdís Dröfn Fjelsted tók við sem forstjóri Sýnar í upphafi árs. Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira