Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:14 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. vísir/vilhelm Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“ Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“
Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira