„Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:05 Karólína Lea kom að marki Íslands með góðri aukaspyrnu út á velli. Christof Koepsel/Getty Images „Frammistaðan var fín, við gáfum allt í leikinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um frammistöðu Íslands í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi ytra í undankeppni EM 2025. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira