Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:38 Vilhjálmur Árnason segir styttast í tilkynningu frá formönnum ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. „Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17
Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33