Núllta grein stjórnarskrárinnar og sjálfgefið umburðarlyndi Guðni Þór Þrándarson skrifar 8. apríl 2024 07:31 Stjórnarskrá kemur ekki bara úr lausu lofti. Hún byggir á sögu landsins fram að því, reynslu kynslóðanna og visku góðra manna. Það er hægt að kalla þetta núlltu greinina og sumir myndu flokka „samfélagssáttmálann“ með þessari grein. Þessi grein er augljóslega ekki meitluð í stein, en áhrif hennar eru ómælanleg. Íslenska stjórnarskráin byggir á tveimur lykilatriðum sem 93% Íslendinga kusu með þegar hún tók gildi: Þingbundið lýðveldi sem stjórnarform og kristin gildi sem viðmið um hvað telst gott og ásættanlegt. Lýðveldis-þjóðríki höfðu verið í mikilli þróun frá upplýsingunni og fram til loka 19. Aldar. Eftir seinni heimsstyrjöld urðu einnig gríðarlegar breytingar þegar konur fóru út a vinnumarkað, tækifærin stóðu öllum opin, velmegun virtist geta vaxið óendanlega og bil milli ríkra og fátækra var minna en nokkru sinni fyrr. Stríðshörmungarnar kenndu okkur hins vegar að við verðum að tryggja réttindi minnihlutahópa og að hefnd og öfund leiða ekkert gott af sér. Þar sem kristnu gildin eru ekki skráð í stjórnarskrána, er enginn að halda því fram að hann sé með fullkomna túlkun á þeim eða að þvinga eigi neinn til að trúa þeim. „Heimurinn er til“ segir okkur ekki hvað við eigum að gera; hvað er rétt og rangt. Það eina sem við getum gengið út frá er einhverskonar trú. Við leitum fullvissu og guðsupplifunar á mismunandi hátt, finnum venjulega auðveldlega fyrir honum sem börn, týnum honum mörg en finnum smátt og smátt aftur. Þótt ég nefni kristin gildi varðandi sýnina á „gott“ og „vont“ aðhyllist reyndar stór hluti annarra trúarbragða og trúleysinga mjög svipuð gildi, og eitt af þessum kristnu gildum er einmitt umburðarlyndi, svo kristin gildi eru á engan hátt til þess að útiloka eða mismuna. Þetta umburðarlyndi er ekki sjálfgefið, þótt öfgaumburðarlyndi dagsins í dag láti þannig. Eins og Karl Popper er frægur fyrir að benda á, má ekki leyfa óumburðarlyndum öfgum að vaða uppi, því þau verða ráðandi og eyða hinu dýrmæta og sjaldgæfa umburðarlyndi; við verðum að vera óumburðarlynd gagnvart óumburðarlyndi. Þess vegna ættum við að verja kristið umburðarlyndi í verki; að við séum særð þegar trúin okkar er hædd, með því að sýna væntumþykju okkar á trúnni og hættuna sem bíður ef við höldum áfram á þeirri braut. Kristnin er bersýnileg í þjóðfána okkar og þeirri staðreynd að forseti Íslands eigi að vernda þjóðkirkjuna, 62. greinin segir að ríkisvaldið eigi að styðja og vernda Hina evangelísku lútersku kirkju. Ólafur Ragnar Grímsson var á tímabili gagnrýndur að þessu leyti, einnig Guðni Th. Jóhannesson. Kannski eru tímarnir að breytast og stjórnarskráin þurfi að fylgja með, því frá 2000 hefur molast úr þjóðkirkjunni frá hátt í 90% landsmanna niður í 56%.Börn læra mun minna í dag um trúargrundvöll menningar okkar, og aukin misskipting gæti verið merki um að ákveðið siðrof hafi verið að eiga sér stað á síðustu áratugum. Þetta sést einnig á vaxandi efnishyggju, sundurlyndi, einelti, einangrun og kvíða í ýmsum myndum. Ástand þetta elur sjálft sig því stjórnmálamenn, og elítan í víðari skilningi, kunna að virkja þessi öfl sér í hag. Þar sem ég er í forsetaframboði tel ég rétt að lýsa minni afstöðu. Það er engum til góðs að fela afbrot þótt þau tengist starfsfólki trúfélaga, en gagnrýni þarf að vera málefnalega sett fram og gallar í persónum þýða ekki við ættum að brjóta niður stofnanir. Til að taka af allan vafa styð ég þjóðkirkjuna og þau gildi sem hún stendur fyrir, því hvaða önnur gildi sem framtíðin kann að færa okkur þá eru kristin gildi í víðum skilningi eitthvað sem við eigum langflest ennþá að vera sammála um að sé traustur grunnur að góðu samfélagi. Raunverulegt og virkt lýðræði, mannréttindi og umburðarlyndi eru ekki sjálfsögð og ég vona að við berum gæfu til þess að kenna börnunum okkar betur í framtíðinni um mikilvægi og rætur stjórnarskrárinnar. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Stjórnarskrá Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá kemur ekki bara úr lausu lofti. Hún byggir á sögu landsins fram að því, reynslu kynslóðanna og visku góðra manna. Það er hægt að kalla þetta núlltu greinina og sumir myndu flokka „samfélagssáttmálann“ með þessari grein. Þessi grein er augljóslega ekki meitluð í stein, en áhrif hennar eru ómælanleg. Íslenska stjórnarskráin byggir á tveimur lykilatriðum sem 93% Íslendinga kusu með þegar hún tók gildi: Þingbundið lýðveldi sem stjórnarform og kristin gildi sem viðmið um hvað telst gott og ásættanlegt. Lýðveldis-þjóðríki höfðu verið í mikilli þróun frá upplýsingunni og fram til loka 19. Aldar. Eftir seinni heimsstyrjöld urðu einnig gríðarlegar breytingar þegar konur fóru út a vinnumarkað, tækifærin stóðu öllum opin, velmegun virtist geta vaxið óendanlega og bil milli ríkra og fátækra var minna en nokkru sinni fyrr. Stríðshörmungarnar kenndu okkur hins vegar að við verðum að tryggja réttindi minnihlutahópa og að hefnd og öfund leiða ekkert gott af sér. Þar sem kristnu gildin eru ekki skráð í stjórnarskrána, er enginn að halda því fram að hann sé með fullkomna túlkun á þeim eða að þvinga eigi neinn til að trúa þeim. „Heimurinn er til“ segir okkur ekki hvað við eigum að gera; hvað er rétt og rangt. Það eina sem við getum gengið út frá er einhverskonar trú. Við leitum fullvissu og guðsupplifunar á mismunandi hátt, finnum venjulega auðveldlega fyrir honum sem börn, týnum honum mörg en finnum smátt og smátt aftur. Þótt ég nefni kristin gildi varðandi sýnina á „gott“ og „vont“ aðhyllist reyndar stór hluti annarra trúarbragða og trúleysinga mjög svipuð gildi, og eitt af þessum kristnu gildum er einmitt umburðarlyndi, svo kristin gildi eru á engan hátt til þess að útiloka eða mismuna. Þetta umburðarlyndi er ekki sjálfgefið, þótt öfgaumburðarlyndi dagsins í dag láti þannig. Eins og Karl Popper er frægur fyrir að benda á, má ekki leyfa óumburðarlyndum öfgum að vaða uppi, því þau verða ráðandi og eyða hinu dýrmæta og sjaldgæfa umburðarlyndi; við verðum að vera óumburðarlynd gagnvart óumburðarlyndi. Þess vegna ættum við að verja kristið umburðarlyndi í verki; að við séum særð þegar trúin okkar er hædd, með því að sýna væntumþykju okkar á trúnni og hættuna sem bíður ef við höldum áfram á þeirri braut. Kristnin er bersýnileg í þjóðfána okkar og þeirri staðreynd að forseti Íslands eigi að vernda þjóðkirkjuna, 62. greinin segir að ríkisvaldið eigi að styðja og vernda Hina evangelísku lútersku kirkju. Ólafur Ragnar Grímsson var á tímabili gagnrýndur að þessu leyti, einnig Guðni Th. Jóhannesson. Kannski eru tímarnir að breytast og stjórnarskráin þurfi að fylgja með, því frá 2000 hefur molast úr þjóðkirkjunni frá hátt í 90% landsmanna niður í 56%.Börn læra mun minna í dag um trúargrundvöll menningar okkar, og aukin misskipting gæti verið merki um að ákveðið siðrof hafi verið að eiga sér stað á síðustu áratugum. Þetta sést einnig á vaxandi efnishyggju, sundurlyndi, einelti, einangrun og kvíða í ýmsum myndum. Ástand þetta elur sjálft sig því stjórnmálamenn, og elítan í víðari skilningi, kunna að virkja þessi öfl sér í hag. Þar sem ég er í forsetaframboði tel ég rétt að lýsa minni afstöðu. Það er engum til góðs að fela afbrot þótt þau tengist starfsfólki trúfélaga, en gagnrýni þarf að vera málefnalega sett fram og gallar í persónum þýða ekki við ættum að brjóta niður stofnanir. Til að taka af allan vafa styð ég þjóðkirkjuna og þau gildi sem hún stendur fyrir, því hvaða önnur gildi sem framtíðin kann að færa okkur þá eru kristin gildi í víðum skilningi eitthvað sem við eigum langflest ennþá að vera sammála um að sé traustur grunnur að góðu samfélagi. Raunverulegt og virkt lýðræði, mannréttindi og umburðarlyndi eru ekki sjálfsögð og ég vona að við berum gæfu til þess að kenna börnunum okkar betur í framtíðinni um mikilvægi og rætur stjórnarskrárinnar. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun