Maðurinn sem hljóp þvert yfir alla Afríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2024 18:35 Þegar kappinn Russ Cook komst lokst í mark, á nyrsta odda Afríku, í Túnis. X Bretinn Russ Cook lauk því ótrúlega afreki í dag að hlaupa þvert yfir alla Afríku. Það gerði hann á 352 dögum í þágu góðgerðarstarfs. Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla. Hlaup Bretland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla.
Hlaup Bretland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira