Leggja til allt að níutíu milljónir í baráttunni við hjólreiðaþjófnað í Reykjavík Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 19:41 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur lagt til aðgerðir til að sporna við reiðhjólaþjófnaði. Áætlaður kostnaður aðgerðarinnar sem hópurinn leggur til er „gróft áætlaður“ 55 til níutíu milljónir króna. Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa
Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira