Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Lovísa Arnardóttir skrifar 4. apríl 2024 08:50 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024. Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024.
Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira