Sigurður Ingi frestar fundum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra fari svo að Katrín bjóði fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23