Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 23:28 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir þörf á göngum víða um land. Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð. Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð.
Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira