Hvar er stóraukna fylgið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2024 10:00 Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun