Tólf áhorfendur dæmdir í fangelsi fyrir að syngja í Sádí Arabíu Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2024 09:00 Það er ekki alltaf góð stemming á völlunum í Sádí Arabíu vísir/Getty Mannréttindasamtök víða um heim hafa fordæmt yfirvöld í Sádí Arabíu eftir að tólf áhorfendur á leik Al Safa og Al Bukiryah í janúar voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir þær sakir að syngja söngva með trúarlegri tilvísun. Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“ Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“
Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira