„Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. mars 2024 14:36 Gosi segist hafa beðið Katrínu afsökunar vegna málsins. Vilhelm/Aðsend Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór. Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór.
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16