Fjölskylda í norðurljósaleit hrakin á brott af leiðsögumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2024 22:18 Katrín Harpa ætlaði að horfa á Norðurljósin með fjölskyldu sinni þegar leiðsögumenn frá Superjeep vísuðu þeim í burtu. Vísir/Vilhelm/Aðsent Fjölskylda sem ætlaði sér að horfa á norðurljósin á slóða rétt hjá Litlu kaffistofunni var rekin í burtu af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis. Mennirnir sökuðu fjölskylduna um að ónáða fólk sem hefði borgað dýrum dómi fyrir norðurljósaferð. Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta. Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta.
Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira