Fjölskylda í norðurljósaleit hrakin á brott af leiðsögumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2024 22:18 Katrín Harpa ætlaði að horfa á Norðurljósin með fjölskyldu sinni þegar leiðsögumenn frá Superjeep vísuðu þeim í burtu. Vísir/Vilhelm/Aðsent Fjölskylda sem ætlaði sér að horfa á norðurljósin á slóða rétt hjá Litlu kaffistofunni var rekin í burtu af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis. Mennirnir sökuðu fjölskylduna um að ónáða fólk sem hefði borgað dýrum dómi fyrir norðurljósaferð. Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta. Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta.
Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira