„Með Rúnar Má erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 09:31 Skagamenn fagna sigrinum á Valsmönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, finnst teikn á lofti um að ÍA falli ekki í sama pytt og áður, þegar liðið hefur komið upp úr næstefstu deild. ÍA er spáð 8. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Skagamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili. ÍA hefur gert nokkrar tilraunir til að festa sig í sessi í efstu deild á síðustu árum en alltaf fallið aftur niður í næstefstu deild. „Ef allt er eðlilegt verða þeir ekki alveg í neðsta pakkanum en ef ég væri stuðningsmaður ÍA myndi ég leyfa mér að dreyma um að búa til stöðugleika og festa félagið í sessi í efstu deild. Það hafa verið sveiflur. Þegar ÍA hefur komið upp á þessari öld hafa þeir gjarnan komið upp með miklu trukki og byrjað mótið vel en svo fjarar undan þeim,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Mér finnst þeir vera að gera þetta aðeins skynsamar núna. Þeir eru að taka færri leikmenn en betri og búa til eitthvað til framtíðar.“ Aðeins tímaspursmál virðist vera hvenær Rúnar Már Sigurjónsson skrifar undir samning við ÍA. Baldur Sigurðsson segir að koma hans myndi breyta landslaginu uppi á Akranesi og auka kröfurnar á liðið í sumar. „Fyrir Rúnar Má myndi ég alltaf segja að það yrði frábært tímabil hjá ÍA ef þeir kæmust í efri hlutann, eitthvað markmið til að stefna að því ég held þeir verði ekki í fallbaráttu. Rúnar Már kominn, erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu og berjist við KA, FH, KR og þessi lið? Ég myndi segja það. Með Rúnar Má heilan og þennan hóp finnst mér við geta sett meiri kröfur á þá þrátt fyrir að þeir séu að koma upp úr Lengjudeildinni,“ sagði Baldur. „Með því að fá Rúnar Má inn, að hann geti breytt það miklu. Rúnar Már í formi, ekki Rúnar Már sem kemur inn í 12. umferð. Þá myndi ég vilja að þeir settu þessa kröfu á sjálfan sig, að þeir geti farið í þessa samkeppni, og eigi að vera fúlir ef þeir nái því ekki.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla ÍA Besta sætið Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
ÍA er spáð 8. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Skagamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili. ÍA hefur gert nokkrar tilraunir til að festa sig í sessi í efstu deild á síðustu árum en alltaf fallið aftur niður í næstefstu deild. „Ef allt er eðlilegt verða þeir ekki alveg í neðsta pakkanum en ef ég væri stuðningsmaður ÍA myndi ég leyfa mér að dreyma um að búa til stöðugleika og festa félagið í sessi í efstu deild. Það hafa verið sveiflur. Þegar ÍA hefur komið upp á þessari öld hafa þeir gjarnan komið upp með miklu trukki og byrjað mótið vel en svo fjarar undan þeim,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Mér finnst þeir vera að gera þetta aðeins skynsamar núna. Þeir eru að taka færri leikmenn en betri og búa til eitthvað til framtíðar.“ Aðeins tímaspursmál virðist vera hvenær Rúnar Már Sigurjónsson skrifar undir samning við ÍA. Baldur Sigurðsson segir að koma hans myndi breyta landslaginu uppi á Akranesi og auka kröfurnar á liðið í sumar. „Fyrir Rúnar Má myndi ég alltaf segja að það yrði frábært tímabil hjá ÍA ef þeir kæmust í efri hlutann, eitthvað markmið til að stefna að því ég held þeir verði ekki í fallbaráttu. Rúnar Már kominn, erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu og berjist við KA, FH, KR og þessi lið? Ég myndi segja það. Með Rúnar Má heilan og þennan hóp finnst mér við geta sett meiri kröfur á þá þrátt fyrir að þeir séu að koma upp úr Lengjudeildinni,“ sagði Baldur. „Með því að fá Rúnar Má inn, að hann geti breytt það miklu. Rúnar Már í formi, ekki Rúnar Már sem kemur inn í 12. umferð. Þá myndi ég vilja að þeir settu þessa kröfu á sjálfan sig, að þeir geti farið í þessa samkeppni, og eigi að vera fúlir ef þeir nái því ekki.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla ÍA Besta sætið Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira