Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 10:47 Það var ekki annað að sjá í gær en að fjórmenningarnir sem voru handteknir og leiddir fyrir dómara hefðu verið beittir miklu harðræði af lögreglu. AP/Alexander Zemlianichenko Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira